Steinnes - Rćktunarbú

Blautu og vindasömu Fjórðungsmóti lokið. Síðast liðna helgi skellti fjöldskyldan sér á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Var þetta blautt mót og vindasamt

Blautu og vindasömu Fjórđungsmóti lokiđ.

Eigendurnir ásamt Sigyn
Eigendurnir ásamt Sigyn

Síðast liðna helgi skellti fjöldskyldan sér á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Var þetta blautt mót og vindasamt en lét fólk það lítið á sig fá og stóð vaktina jafn á kynbóta sem og keppnisvelli og fylgdist með sínum hrossum sem og annarra.

Nokkur hross frá okkur tóku þátt á mótinu. Tjaldur spreytti sig í A-flokki en því miður þá skipti hann um stökk og því var einkunn ekki nægilega góð og lentu þeir fyrir miðju. Tjaldur er bróðir Gamms undan Adam frá Ásmundarstöðum. Dúkka fór í 100 metra skeiðið og endaði þar í 10. Sæti með tímann 8.50 og þótti okkur það ágætis árangur miðað við fyrstu keppni, þess má geta að hún hlaut 9 fyrir skeið í kynbótadómi í vor, hún er systir skeiðhestsins Dynfara frá Steinnesi sem hefur verið að gera það gott ásamt knapa sínum Artemisu Bertus sunnan heiða. Þau systkinin eru undan Skorradótturinn Drífu frá Steinnesi sem nú er í eigu Magnúsar Lárussonar og Svanhildar Hall. Dúkka er undan Gusti frá Hóli.

Á kynbóta brautinni gekk þó heldur betur, í fjögurravetra flokki hryssna voru þrjár hryssur frá Steinnesi, tvær í okkar eigu þær Sigyn og Kleópatra og síðan var Helga Una með Telmu sína. Telma var hæsta hryssa inn á mót með 8,05 í aðaleinkunn, hún er undan Gammsdótturinni Sunnu frá Steinnesi og Kiljan frá Steinnesi og er þriðja Kiljansafkvæmið til að komast í fyrstuverðlaun. Telma lækkaði lítillega og endaði í fjórða sæti í flokknum. Kleópatra endaði í fimmta sæti með einkunina 7.80, var hún sýnd sem klárhryssa í ár en skeiðið er skammt undan, hlaut hún 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið, Kleópatra er rauðskjótt undan Kylju og Álfi frá Selfossi og er ákveðið að hún er framtíðar ræktunarhryssa hjá okkur. Sigyn er síðan moldótt hryssa undan Silju sem er systir Gamms og undan Kolfinnssyninum Krafti frá Efri-Þverá. Sigyn endaði efst í flokknum með 7,99 í aðaleinkunn. Voru eigendurnir heldur betur kampa kátir en það eru þeir Magnús, Trausti tengdasonur og fósturfaðir hans Baldur Skipstjóri, Karvel tengdasonur og Þorleifur fjölskylduvinur, en keyptu þeir sér allir hlut í henni síðla nætur síðast liðinn vetur eftir raka karlareið á Svínavatni. Brostu þeir hringinn yfir árangri hryssunar eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Í fimm vetra flokknum var Mirra frá Ytri-Löngumýri sem er Kiljansdóttir sem við keyptum úr stóði sem folald en Kiljan hafði sinnt merum þar þriggja vetra gamall. Kom hún með einkunina 7.97 inn á  mót en þar lækkaði hún enda hafði hún misst báðar skeifur undan sér að framan og kom hálf hófalaus inn daginn fyrir sýningu, farið verður með hana á síðsumarsýningu og stefn að koma henni í fyrstu verðlaun. Núna hinsvegar er hún komin til stjörnu mótsins Hersis frá Lambanesi og fær að hvíla sig þar um stund.

Í flokki hryssna 7. vetra og eldri stóð í öðru sæti Staka frá Steinnesi, hlaut hún 8.23 í aðaleinkunn inn á mót og þar af 8.39 fyrir hæfileika, 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk og fegurð í reið og 9 fyrir vilja en lækkaði á mótinu bæði fyrir stökk og vilja og endaði í 8.21 í aðaleinkunn. Staka er undan albróður Töfra frá Kjartansstöðum sem heitir Topar og var hér til notkunnar þriggja vetra gamall, móðir Stöku er víga hryssan Brana frá Steinnesi. Staka er í eigu Tryggva Björnssonar og Sigríðar Elku Guðmundsdóttur, hennar leið liggur nú í fósturvísa fluttninga hef ég heyrt.

Einnig vorum við með ræktunarbússýningu sem tókst prýðilega en þó ekki jafn vel og 2009 enda verður erfitt fyrir okkar að ná jafn góðum hópi á mót eins og þá. Núna skipuðu ný hross hópin en það voru Tjaldur, Staka, Kátína og Kotra Kyljudætur og svo fjögurravetra hryssan Telma. Áttu þau góða sýningu.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf