Steinnes - Ræktunarbú

Fimm 5. vetra hryssur á leið á landsmót Að loknum kynbótasýningum fyrir landsmót 2014 náðum við þeim skemmtilega árangri að koma inn fjórum 5. vetra

Fimm 5. vetra hryssur á leið á landsmót

Sigyn frá Steinnesi
Sigyn frá Steinnesi
Að loknum kynbótasýningum fyrir landsmót 2014 náðum við þeim skemmtilega árangri að koma inn fjórum 5. vetra hryssum inn á landsmót í okkar eigu og auk þeirra fór Telma frá Steinnesi líka inn í þann flokk en hún er í eigu Helgu Unu. Hér má sjá létta yfirferð um hryssurnar sem og mynda og dóma á þeim.

Fyrsta má nefna gæðingin og verðandi ræktunarhryssu í Steinnesi hana Kleópötru. Hún er systir Kiljans, undan Kylju og Álfi. Hafa margir sýnt áhuga á henni og er þetta líkega eitt af fáum hrossum sem var hreinlega ekki til sölu enda ræktunarlínan sem stendur að henni hreint afbragð. Sýnandi var Kobbi Sig.
 
Sköpulag  
Höfuð 9
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.01
Kostir  
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 6.5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 9
Fet 8.5
Hæfileikar 8.25
Hægt tölt 8
Hægt stökk 8
 
Aðaleinkunn 8.16
 

 

Önnur í röðinni er Kiljansdóttirin Krafa frá Steinnesi. Hún inniheldur tvöfaldann Kolfinn svo að það er nóg af hestöflum í notkun þar. Hún er undan Kolfinnsdótturinni Heru frá Steinnesi sem kemur að Skarðskyni sem hér er á bakvið í stofni, þaðan kemur ævinlega gríðarlegur fótaburður og mikið skref. Krafa var heima mest allan vetur í þjálfun hjá Lisu Hälterlein og tók Agnar Þór hana um miðjan apríl og kom henni í þennan dóm, teljum við því að hún eigi mikið inni ennþá.
   
Sköpulag  
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 8.5
Réttleiki 9
Hófar 8
Prúðleiki 6.5
Sköpulag 8.06
Kostir  
Tölt 8.5
Brokk 7.5
Skeið 8
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 8
Hæfileikar 8.18
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7.5
 
Aðaleinkunn 8.13Þriðja er hin litfagra Sigyn frá Steinnesi, hún er sopasameign hjá gleðifélaginu Krúttinn ehf, en það samanstandur af hópi manna sem hafa skipað sér í fremsturöð ræktenda hérlendis ...  að eigin sögn, en það eru Baldur Skipstjóri Bragason, Karvel Pálmason, Traustur Hermansson, Magnús Jósefsson og Þorleifur Stefánsson. Sigyn stóð efst í 4. vetra flokki á fjórðungsmóti í fyrra með 7.99 og eru þeir eigendur því kátir að hún bæti sig milli ára og ætla þeir allir að mæta galvaskir á landsmót og styðja sína hryssu til dáða, en henni verður riðið undir dyggri stjórn Agnars Þórs.
 
Sköpulag  
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 9
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 7.5
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.12
Kostir  
Tölt 8
Brokk 8.5
Skeið 8.5
Stökk 7.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 7
Hæfileikar 8.12
Hægt tölt 7
Hægt stökk 7.5
 
Aðaleinkunn 8.12
 

______________________________________________________________________________________

Fjórða hryssa en Kiljansdóttirin Tóbaks-Jörp frá Steinnesi, en af þremur Kiljansdætrum frá Steinnesi sem að komust inn á landsmót. Hún er í eigu Jóns Árna og kemur til með að vera verðandi ræktunarhryssa og grunnur að hans hrossarækt. Hún var þjálfuð og sýnd af Kobba Sig.
   
Sköpulag  
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8.5
Samræmi 8
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.98
Kostir  
Tölt 8
Brokk 8.5
Skeið 7.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8.5
Hæfileikar 8.17
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
 
Aðaleinkunn 8.1


Síðasta ber að nefna Telmu frá Steinnesi, en hún er í eigu Helgu Unu.  Hún er einnig Kiljansdóttir og hefur heldur betur staðið undir væntingum. Hún fór í fyrstu verðlaun 4. vetra gömul. Hún stendur nú í 6 sæti inn í 5. vetra flokkinn á landsmóti og verður gaman að sjá hvort að hún getur unnið sig upp metorða stigann þar.
   
Sköpulag  
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 9
Samræmi 8.5
Fótagerð 7
Réttleiki 8.5
Hófar 7.5
Prúðleiki 7
Sköpulag 8.07
Kostir  
Tölt 9
Brokk 8.5
Skeið 8
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.58
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 9
 
Aðaleinkunn 8.38Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf