Gletta komst inn á landsmót til keppni í unglinga flokki. Guðmar Magnússon frá Íbishóli stjórnar hryssunni þar og náðu
þau góðum árangri í votviðrinu í gær og eru í 21. sæti inn í milliriðil.
Verður gaman að fylgjast með þeim þar og sjá hvort þau komast í úrslit en Guðmar kann vel við sig í úrslitum enda alvanur
maður í þeirri stöðu.