
Syrpa frá Steinnesi
Syrpa frá Steinnesi, Glymsdóttir komst á landsmót í fyrstu lotu. Mynd og dóm á sjá hér í fréttinni.
Syrpa er hryssa sem að okkur hefur alltaf langað til að eiga og rækta undan, ekki einungis vegna þess að Glymur hefur verið að koma stór vel út sem
kynbótahestur heldur einnig vegna móvindótta litarins sem hún hefur, annað hefur þó komið á daginn um litinn og telst hún vera
mórauð að lit, en það er það sem hinn almenni hestamaður þekkir sem glóbrúnt, ásamt mórauða litnum ber hún
vindótt erfðaefni og erum við því ennþá ákveðnari að nýta okkur hana sem framtíðar ræktunar hryssu. Höfum við
eigendur hryssunar ekki séð hana síðan hún fór suður til Agnars Þórs seinnihluta vetrar. Verður því gaman að sjá
hvað hún getur á landsmótinu.
Sköpulag
|
Höfuð |
9 |
Háls/herðar/bógar |
8.5 |
Bak og lend |
7.5 |
Samræmi |
8.5 |
Fótagerð |
7 |
Réttleiki |
7 |
Hófar |
8 |
Prúðleiki |
7.5 |
Sköpulag |
8.01 |
|
Kostir
|
Tölt |
8.5 |
Brokk |
8 |
Skeið |
8 |
Stökk |
7 |
Vilji og geðslag |
8.5 |
Fegurð í reið |
8 |
Fet |
7.5 |
Hæfileikar |
8.09 |
Hægt tölt |
8 |
Hægt stökk |
6.5 |
|