Við förum ríðandi frá reiðhöllinni framhjá Álfasteini að bökkum Vatnsdalsár eftir mjúkum moldargötum. Stoppum fyrir myndatöku á leiðinni.
Daglega klukkan 10:00 og 14:00 - Tímalengd 1 klukkustund - Verð 8.000
Við leggjum til vana leiðsögumenn, hesta, hnakka, reiðtygi, hjálma og regnfatnað.
Börn og fullorðnir fá tækifæri til að kynnast hestunum okkar og spjalla við þá. Þið fáið að klappa þeim og fara á bak með aðstoð hestasveins sem teymir í nokkra hringi úti í gerði eða inni í reiðhöll. Svo má líka kíkja á hænur og heimalinga.
Daglega klukkan 11:00 og 15:00 - Tímalengd 40 mínútur - Verð 8.000 á fjölskyldu.
Við leggjum til góða leiðsögn, hesta, hnakka, reiðtygi og hjálma.
Skemmtilegt 5 daga leikjanámskeið fyrir börn 4 – 6 ára þar sem við tvinnum saman útivist, sveitasælu og leiki með hestaívafi.
Dagsetningar 07.6 – 11.6.
Tími 11:00 – 12:30 - Verð 20.000
Við leggjum til góða leiðsögn, hesta, hnakka, reiðtygi og hjálma.
Skemmtilegt 5 daga leikjanámskeið fyrir börn 7 – 10 ára þar sem við tvinnum saman útivist, sveitasælu og leiki með hestaívafi.
Dagsetningar 07.06. – 11.06.
Tími 13:30 – 15:00 - Verð 20.000
Við leggjum til góða leiðsögn, hesta, hnakka, reiðtygi og hjálma.
Skemmtilegt 5 daga hestanámskeið fyrir krakka 11 – 15 ára þar sem við tvinnum saman útivist og hestaleiki. Farið verður í grunnatriði hestamennskunnar, leikið í sveitinni og riðið úti í gerði. Endum á góðum reiðtúr.
Dagsetningar 28.06 – 02.07.
Tími 13:30 – 15:00 - Verð 20.000
Við leggjum til góða leiðsögn, hesta, hnakka, reiðtygi og hjálma.
Bjóðum upp á leiðsögn í dagsferðir fyrir vana hestamenn sem vilja prufa nýjar reiðleiðir í fögru umhverfi Húnaþings.
Þið komið með hestana ykkar eða við útvegum ykkur reiðhesta.
Hafið samband til að kanna með tíma og reiðleiðir.